Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Alphonso Davies, Tyler Dibling, Adam Wharton, Van Nistelrooy, Joshua Zirkzee, Jonathan Tah og fleiri góðir koma við sögu.
Umboðsmaður Alphonso Davies er 'reiður' yfir því hvernig Bayern Munchen hefur hagað sér í samningaviðræðum við kanadíska bakvörðinn og er tilbúinn að hlusta á tilboð frá Man Utd og Real Madrid. (Bild)
Njósnarar Man City hafa eyrnamerkt Pepelu, 26, miðjumann Valencia, sem álitlegan kost til að leysa Rodri, 28, af hólmi. (Football Transfers)
Tyler Dibling, 18, miðjumaður Southampton, er undir smásjá Man Utd og Aston Villa. Þá eru félög í Þýskalandi og á Ítalíu sem hafa einnig áhuga á honum. (Sun)
Crystal Palace mun líklega ekki hlusta á tilboð frá Man City og Arsenal í enska miðjumanninn Adam Wharton, 20. (Football Insider)
Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, ætlar að gera lánstilboð í Toby Collyer, 20, miðjumann Man Utd. (Sun)
Tottenham og Liverpool hafa áhuga á Georgiy Sudakov, 22, vængmanni Shakhtar Donetsk. (Mirror)
Celtic gæti leitað til Chelsea í janúar en félagið hefur áhuga á að fá Carney Chukwuemeka, 21, á láni. (Football Insider)
Juventus vill fá hollenska framherjann Joshua Zirkzee, 23, á láni frá Man Utd í janúar. (Tuttosport)
Barcelona leiðir kapphlaupið í baráttunni um Jonathan Tah, 29, en samningur þýska miðvarðarins rennur út hjá Leverkusen næsta sumar. Umboðsmaðurinn hans ræddi við spænska félagið í vikunni. (Mundo Deportivo)
Barcelona fylgist einnig með Viktor Gyökeres, 26, framherja Sporting og Jonathan David, 24, framerja Lille en félagið er í leit að arftaka Robert Lewandowski, 36. (AS)
Leroy Sane, 28, leikmaður Bayern, gæti farið á frjálsri sölu næsta sumar þar sem samningaviðræður ganga mjög hægt. (Sky Sport í Þýskalandi)
Kieran McKenna, stjóri Ipswich, er efstur á óskalista Tottenham ef Ance Postecoglou verður rekinn. (Football Transfers)
Man City bauð óvart 35 milljónir punda í Lionel Messi, þáverandi leikmann Barcelona, stuttu eftir að Sheikh Mansour eignaðist féelagið árið 2008. (Star)