Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. febrúar 2017 16:25
Magnús Már Einarsson
Elvar Geir Magnússon
Könnun meðal þingfulltrúanna - Björn með naumt forskot
Guðni Bergsson og Björn Einarsson.
Guðni Bergsson og Björn Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fótbolti.net hefur í dag leitað til þingfulltrúa félaga á ársþingi KSÍ á laugardag og gert skoðanakönnun þeirra á milli um formannsslaginn á milli Björns Einarssonar og Guðna Bergssonar.

153 þingfulltrúar verða á ársþinginu á laugardag en átta félög hafa ekki svarað hver fulltrúi þeirra verður. Af þeim 145 sem hafa skilað inn nafni þingfulltrúa þá fékk Fótbolti.net svör um 131 atkvæði.

Björn er með naumt forskot en hann fékk 45 atkvæði í skoðanakönnunni (38%) á meðan Guðni var með 40 atkvæði (33%). 35 (29%) þingfulltrúar eru ennþá óákveðnir og 11 vildu ekki svara þegar eftir því var leitað.

Ljóst er að kosningabaráttan verður gríðarlega hörð næstu dagana enda liggja mörg félög ennþá undir feld og eiga eftir að ákveða hvert sín atkvæði fara.

Þá voru einhverjir sem tóku það fram að ekki væri útilokað að afstaða sín myndi breytast fyrir þingið.


Sjá einnig:
Kappræður Björns og Guðna úr útvarpsþættinum
Sjónvarpið: Hvor er sigurstranglegri - Björn eða Guðni?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner