Guðni Bergsson og Björn Einarsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum næsta laugardag.
Þeir mættust í kappræðum í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 síðasta laugardag. Hlustaðu á umræðuna í spilaranum hér að ofan.
Björn var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Víkings en hann hefur undanfarið verið formaður félagsins. Hann hefur verið framkvæmdastjóri TVG-Zimsen frá árinu 2006.
Guðni er fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, Tottenham og Bolton Wanderers. Hann er uppalinn Valsari og starfar sem lögmaður.
Sjá einnig:
Þórir Hákonar fer yfir kappræðurnar
Athugasemdir