Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. febrúar 2023 11:17
Elvar Geir Magnússon
Eignarhaldið á PSG ætti ekki að trufla fyrirhuguð kaup Katara á Man Utd
Frá Doha í Katar.
Frá Doha í Katar.
Mynd: Getty Images
Daily Mail segir að hópur fjárfesta frá Katar ætli að gera tilboð í Manchester United. Glazer bræður hyggjast selja United og vilja fá staðfest tilboð um miðjan mánuðinn.

Katararnir eru sannfærðir um að þeirra tilboð muni skáka öllum öðrum, og ætla að láta Erik ten Hag fá mikið fjármagn til leikmannakaupa ef allt gengur upp.

Þeir telja að það ætti ekki að setja neitt strik í reikninginn að katarska ríkið eigi franska stórliðið Paris Saint-Germain. Þeir eru hinsvegar með sérfræðinga sem eru að ganga úr skugga um það. Fjárfestahópurinn er ekki tengdur katarska ríkinu beint.

Sagt er að Katararnir séu þegar tilbúnir með áætlanir ef þeir eignast Manchester United, meðal annars varðandi uppbyggingu á Old Trafford. Þeir gera sér grein fyrir því að þörf er á því að setja háar fjárhæðir í að byggja leikvanginn upp.
Athugasemdir
banner