Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
   lau 08. febrúar 2025 23:30
Sölvi Haraldsson
Sjáðu mörkin úr Lengjubikarnum: Oliver Heiðars með tvennu gegn Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átta leikir fóru fram í Lengjubikar karla í dag og tveir af þeim voru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Það voru leikir Stjörnunnar og ÍBV og einnig vesturlandsslagurinn ÍA - Vestri.

Stjarnan vann ÍBV í dag 3-2 á Samsung vellinum í Garðabænum. Stjörnumenn lentu tvisvar sinnum undir í leiknum, Oliver Heiðarsson skoraði bæði mörk Eyjamanna. Emil Atlason, Guðmundur Baldvin Nökkvason og Örvar Eggertsson skoruðu mörk Stjörnunnar.

Mörkin úr leik Stjörnunnar og ÍBV má sjá í spilaranum hér að neðan.

Stjarnan 3 - 2 ÍBV
0-1 Oliver Heiðarsson ('5 )
1-1 Emil Atlason ('13 )
1-2 Oliver Heiðarsson ('42 )
2-2 Guðmundur Baldvin Nökkvason ('45 )
3-2 Örvar Eggertsson ('69 )


Í Akraneshöllinni mættust ÍA og Vestri sem voru nýlliðar Bestu deildarinnar í fyrra. Vladimir Tufegdzic skoraði bæði mörk gestanna, en Erik Sandberg og Jón Gísli Eyland skoruðu jöfnunarmörk ÍA.

Hægt er að sjá mörkin úr þeim leik í spilaranum hér að neðan.

ÍA 2 - 2 Vestri
0-1 Vladimir Tufegdzic ('23 )
1-1 Erik Tobias Tangen Sandberg ('71 )
1-2 Vladimir Tufegdzic ('76 )
2-2 Jón Gísli Eyland Gíslason ('83 )

Athugasemdir
banner
banner
banner