Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 08. mars 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Laporta ræður nýjan yfirmann fótboltamála
Joan Laporta er orðinn forseti Barcelona að nýju en hann vann forsetakosningarnar um helgina. Hann staðfesti við fjölmiðla í dag að hann myndi ráða Mateu Alemany sem nýjan yfirmann fótboltamála hjá félaginu.

Laporta segir að Alemany sé í miklum metum hjá sér og hann ætlar honum stórt hlutverk hjá Katalóníurisanum.

Alemany er 58 ára og var í svipuðu hlutverki hjá Valencia 2017-2019.

Hann hefur fengið mikið lof fyrir upprisu Valencia í spænska boltanum. Nú mun hann spila stórt hlutverk í leikmannamálum Barcelona.
Athugasemdir