Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 08. maí 2022 18:25
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Einn besti hópur sem ég hef þjálfað
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var afar ánægður með frammistöðuna í 5-0 sigrinum á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

City er nú með þriggja stiga forystu á Liverpool og fjóra plús í markatölu fyrir síðustu þrjá leikina.

„Munurinn á okkur og Liverpool er svo lítill og því getur markatala ráðið úrslitum. Það var mikilvægt að vinna þennan leik."

„Hvað var ég sérstaklega ánægður með? Allt. Þetta var fullkomið síðdegi. Stuðningsmennirnir gáfu allt í þetta í bæði þessum leik og gegn Real Madrid, en því miður erum við úr leik í þeirri keppni."

„Ég hef sagt það of og mörgum sinnum að þegar við spilum á útivelli þá finn ég svo mikla nánd frá stuðningsmönnunum og í dag vorum við með þeim og vonandi getum við mætt í leikinn gegn Aston Villa á síðasta degi tímabilsins með örlögin í okkar höndum."

„En við eigum ótrúlega erfiða leiki fyrir það. Við ætlum að reyna,"
sagði Guardiola.

Hann var spurður út í það hvort hann efaðist liðið eftir að hafa dottið út úr Meistaradeildinni.

„Við höfum verið spila á þriggja daga dresti í örugglega fimm ár. EF einhver efaðist okkur þá þekkja þeir ekki þetta lið. Þetta er einn besti hópur sem ég hef þjálfað á ævinni."

Guardiola var sérstaklega ánægður með stórsigurinn því markatala gæti skipt sköpum þegar talið er upp úr pokanum í lok tímabils.

„Við töluðum um þetta í hálfleik og mikilvægi þess að vinna. Þetta hefði getað farið 3-1 eftir að Newcastle fékk gott færi en eftir það skoruðum við tvö mörk. Það er stór munur þar."

„Þrjú stig, níu stig eftir í pokanum og með fjóra plús í markatölu á næsta lið. Það er svo annar úrslitaleikur á miðvikudag,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner