Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 08. júní 2020 16:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Árni: Hef unnið í þessu og er einbeittari á fótboltann í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson var gagnrýndur fyrir metnaðar- og áhugaleysi í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í síðustu viku.

Sindri Snær Jensson, fyrrum markvörður KR, talaði þar um að Stefán hefði t.a.m. stundum sleppt því að mæta á æfingar og valið frekar að fara í „útskriftarferð eða eitthvað" í stað þess að einbeita sér að knattspyrnunni.

Stefán var spurður út í þetta í viðtali eftir 1-0 sigur á Víkingi í gær. „Já þetta var fyrir tveimur árum en ég hef unnið í þessu og er einbeittari núna. Ég hef mjög mikinn áhuga á fótbolta núna."

„Ég viðurkenni það alveg að hausinn var á öðrum stað en núna er ég mjög einbeittur á fótboltann og ætla mér að gera eins vel og ég get í sumar."


Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Stefán Árni: Held að Kári hefði getað fengið rautt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner