Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 08. júní 2023 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: HK tók toppsætið af Víkingi
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Heimasíða Fylkis
Mynd: HK

Það fóru þrír leikir fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem HK og Fylkir unnu stórsigra gegn KR og Augnablik á meðan topplið Víkings R. missti sín fyrstu stig.


Víkingur R. var með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins gegn Aftureldingu, sem var aðeins komin með fimm stig úr fimm fyrstu leikjum sínum. Leikurinn í kvöld var þó gríðarlega jafn og fjörugur þar sem bæði lið voru vaðandi í færum.

Sigdís Eva Bárðardóttir tók forystuna fyrir heimakonur í Fossvogi en Mosfellingar áttu eftir að svara fyrir sig með mörkum frá Hlín Heiðarsdóttur og Hildi Karítas Gunnarsdóttur fyrir leikhlé. 

Afturelding leiddi því verðskuldað 1-2 í hálfleik og var síðari hálfleikurinn ekki síðri en sá fyrri, þar sem Hildur Karítas fullkomnaði tvennu og jók forystu Mosfellinga á 60. mínútu. Hildur skoraði markið eftir glæsilega baráttu þar sem hún pressaði boltann alla leið inn í vítateig Víkings og tæklaði hann í netið eftir slæma sendingu til baka frá Sigdísi Evu.

Afturelding gerði vel að róa leikinn niður í síðari hálfleik en Víkingum tókst þó að minnka muninn á 78. mínútu þegar Bergdís Sveinsdóttir skoraði eftir mikinn darraðadans í vítateignum.

Lokamínútur viðureignarinnar voru gríðarlega spennandi þar sem Afturelding þurfti meðal annars að bjarga á línu til að stöðva Víkinga frá því að gera jöfnunarmark. Það hafðist að lokum og skóp Afturelding óvæntan sigur á gríðarlega erfiðum útivelli.

Víkingur er dottið niður í 2. sæti deildarinnar með sín 15 stig á meðan Afturelding er komin með 8 stig.

Lestu um leikinn

Víkingur R. 2 - 3 Afturelding
1-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('29)
1-1 Hlín Heiðarsdóttir ('34)
1-2 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('38, víti)
1-3 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('60)
2-3 Bergdís Sveinsdóttir ('78)

Helga Guðrún Kristinsdóttir var þá atkvæðamest í 0-5 stórsigri Fylkis á útivelli gegn Augnabliki. Þórhildur Þórhallsdóttir og Guðrún Karítas Sigurðardóttir komu Fylkiskonum í tveggja marka forystu áður en Helga Guðrún lét til sín taka.

Helga skoraði sitthvoru megin við leikhléð áður en Tijana Krstic setti fimmta og síðasta mark leiksins þegar hún skoraði beint úr hornspyrnu. Eva Rut Ásþórsdóttir átti stórleik í liði Fylkiskvenna þar sem hún lagði þrjú mörk upp í kvöld.

Fylkir er í fjórða sæti með tíu stig eftir sigurinn.

Lestu um leikinn

Augnablik 0 - 5 Fylkir
0-1 Þórhildur Þórhallsdóttir ('26)
0-2 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('36)
0-3 Helga Guðrún Kristinsdóttir ('38)
0-4 Helga Guðrún Kristinsdóttir ('61)
0-5 Tijana Krstic ('87)

Að lokum setti Arna Sól Sævarsdóttir þrennu í stórsigri HK gegn KR í Kórnum. Arna Sól kom heimakonum yfir eftir um 35 sekúndna leik og tvöfaldaði Eva Stefánsdóttir forystuna tíu mínútum síðar.

Arna Sól skoraði næstu tvö mörk leiksins sitthvoru megin við leikhléð áður en Emma Sól og Isabella Eva Aradætur kláruðu dæmið með fimmta og sjötta marki HK.

Jewel Boland skoraði eina mark KR í leiknum í uppbótartíma og eru Vesturbæingar aðeins með þrjú stig eftir sex fyrstu umferðir deildartímabilsins.

HK er komið í toppsæti deildarinnar og er eina liðið í deildinni sem er ennþá taplaust.

Lestu um leikinn

HK 6 - 1 KR
1-0 Arna Sól Sævarsdóttir ('1)
2-0 Eva Stefánsdóttir ('11)
3-0 Arna Sól Sævarsdóttir ('31)
4-0 Arna Sól Sævarsdóttir ('60)
5-0 Emma Sól Aradóttir ('72)
6-0 Isabella Eva Aradóttir ('75)
6-1 Jewel Boland ('94)


Athugasemdir
banner
banner