18. umferð Pepsi-deildarinnar fer fram um helgina en í Ólafsvík verður sannkallaður sex stiga fallbaráttuslagur á morgun þegar heimamenn í Víkingi mæta Fjölni.
Bæði lið eru með 19 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Bæði lið eru með 19 stig, þremur stigum frá fallsæti.
„Þetta er einn af þessum frægu „sex stiga leikjum" og verður mjög erfitt að mæta Ólsurum sem eru með mjög gott lið. Þeir hafa góða útlendinga og eru góðir á heimavelli," segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. Ólsarar hafa þó reyndar sótt fleiri stig á útivelli en heima.
„Við þurfum að vera klókir, þetta er úrslitaleikur og við þurfum að fá eitthvað út úr honum hvort sem það er eitt eða þrjú stig. Ég vona að fólk mæti og styðja okkur."
Tímabilið hefur spilast þannig fyrir Fjölni að liðið hefur tekið tarnir og svo farið í frí þess á milli. Hefur ekki verið erfitt fyrir þjálfarann að skipuleggja svona sundurslitið tímabil?
„Það er erfitt að mótivera menn og annað, þetta er kúnst. Við eigum sex leiki á tuttugu dögum framundan og það er ekkert hægt að kvarta þar. Maður hefur látið vaxa skegg og það verður vonandi farið á morgun," segir Ágúst léttur en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
laugardagur 9. september
14:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
16:30 Víkingur Ó.-Fjölnir (Ólafsvíkurvöllur)
sunnudagur 10. september
17:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
17:00 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Valsvöllur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir