Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   þri 08. september 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool íhugar að selja Brewster
Liverpool er að íhuga að selja sóknarmanninn unga Rhian Brewster samkvæmt fréttum frá Englandi.

Hinn tvítugi Brewster skoraði ellefu mörk á láni hjá Swansea síðari hlutann á síðasta tímabili.

Newcastle hefur spurst fyrir um Brewster til að kanna landið.

Allt að sex önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á Brewster en þar á meðal eru Aston Villa, Brighton og Sheffield United.

Liverpool er að skoða málið og mun taka ákvörðun um framtíð Brewster á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner