mið 08. september 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Bellingham gefur Liverpool undir fótinn
Powerade
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Karim Adeyemi skoraði fyrir þýska landsliðið gegn Armeníu.
Karim Adeyemi skoraði fyrir þýska landsliðið gegn Armeníu.
Mynd: Getty Images
Mohamed Elneny.
Mohamed Elneny.
Mynd: Getty
Bellingham, Onuachu, Kounde, Wesley, Elneny og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham (18) hefur gefið til kynna að hann gæti farið til Liverpool í framtíðinni. Steven Gerrard var átrúnaðargoð hans í æsku. Jurgen Klopp er aðdáandi Bellingham og mun gera tilraunir til að fá hann frá Borussia Dortmund. (Star)

Íþróttastjóri Genk segir að nígeríski sóknarmaðurinn Paul Onuachu (27) myndi nýtast Liverpool gríðarlega vel. Þessi hávaxni leikmaður hefur raðað inn mörkum í belgíska boltanum. (Mirror)

Liverpool er eitt þriggja félaga sem vilja fá þýska ungstirnið Karim Adeyemi (19) sem hefur skoraði sex mörk í sex deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg á þessu tímabili. Bayern München og Barcelona vilja einnig fá hann. (Bild)

Real Madrid er tilbúið að bjóða Kylian Mbappe (22), leikmanni Paris St-Germain, 30 milljónir evra á ári ef hann kemur á frjálsri sölu næsta sumar. (Fichajes)

Chelsea mun halda áfram að fylgjast með Jules Kounde (22), miðverði Sevilla. Chelsea gerði árangurslausar tilraunir til að kaupa hann í sumar en gæti gert nýtt tilboð í janúarglugganum. (Evening Standard)

Chelsea gæti reynt að fá franska miðjumanninn Aurelien Tchouameni (21) frá Mónakó næsta sumar. Enska félagið taldi rétt að leikmaðurinn fengi meiri reynslu með öðru ári í frönsku deildinni. (The Athletic)

Juventus hefur einnig áhuga á Tchouameni og er að undirbúa tilboð í leikmanninn. (Calciomercato)

Manchester City reyndi að fá brasilíska vængmanninn Wesley Ribeiro Silva (22) í sumar en Palmeiras hafnaði tilboðinu sem barst. (Marca)

Arsenal hefur hafnað tilboði frá tyrkneska félaginu Galatasaray í egypska miðjumanninn Mohamed Elneny (29). (Sky Sports)

Marco Asensio (25), miðjumaður Real Madrid, hafnaði möguleika á að fara til Tottenham eða AC Milan í sumar. (Marca)

Manchester United gæti átt greiða leið að því að kaupa enska miðjumanninn Declan Rice (22) frá West Ham næsta sumar. Chelsea er að skoða aðra kosti. (Mirror)

Liverpool missti af tækifærinu til að fá Patson Daka (22) frá Red Bull Salzburg í sumar þar sem enska félaginu mistókst að selja Xherdan Shaqiri eða Divock Origi. Daka fór til Leicester. (Here We Go Podcast)

Konstantinos Mavropanos (23), gríski varnarmaðurinn hjá Arsenal, gæti verið lánaður til Stuttgart. (Bild)

Real Madrid er tilbúið að lána Dani Ceballos (25) í janúar. Miðjumaðurinn var tvö tímabil á láni hjá Arsenal en Real Betis vill fá hann. (Defensacentral)

Franski miðjumaðurinn Papy Mendy (29) gæti farið frá Leicester en hann er nálægt því að vera lánaður til Galatasaray.. (Leicester Mercury)
Athugasemdir
banner
banner
banner