Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 08. september 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Siggi Höskulds: Leiknishjartað stækkaði um helming í gær
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, á hliðarlínunni í gær.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, segir að Leiknishjarta sitt hafi stækkað til muna í gær.

Leiknir tapaði 9-0 gegn Víkingum í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 9 -  0 Leiknir R.

Þrátt fyrir þetta skelfilega tap þá var liðið vel stutt í gegnum allan leikinn af stuðningsmönnum sínum.

„Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær," skrifar Siggi á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Takk #ghettoboys111 og allt Leiknisfólk."

„Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt."

Leiknir er á botni deildarinnar eftir 20 umferðir, en þeir eru bara tveimur stigum frá öruggu sæti.


Siggi Höskulds: Ég er hrikalega stoltur af liðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner