Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 08. október 2019 18:23
Brynjar Ingi Erluson
Giampaolo rekinn frá Milan (Staðfest)
Marco Giampaolo var rekinn í dag
Marco Giampaolo var rekinn í dag
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið AC Milan rak í dag Marco Giampaolo úr starfi en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Giampaolo tók við Milan í sumar en árangurinn hefur verið afar slakur í byrjun leiktíðar.

Hann tók poka sinn í dag þrátt fyrir að hafa náð í 2-1 sigur gegn Genoa um helgina.

Margir þjálfarar hafa verið orðaðir við stöðuna en Luciano Spalletti var efstur á blaði. Sagt er að Milan hafi ekki náð samkomulagi við hann og Stefano Pioli er líklegastur til að taka við liðinu.

Milan er með 9 stig í 13. sæti ítölsku deildarinnar.

Sjá einnig:
Kalla eftir því að Pioli verði rekinn áður en hann hefur verið ráðinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner