Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 08. október 2020 21:47
Elvar Geir Magnússon
Alfreð: Munaði ótrúlega miklu að hafa Tólfuna
Icelandair
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska liðsins, var ánægður eftir öflugan sigur gegn Rúmenum í kvöld.

„Við vorum sterkir og góðir með boltann. Það var ró yfir liðinu og við vorum að skapa mörg færi í fyrri hálfleiknum. Við vissum hvar þeirra hættur voru og frammistaðan varnarlega var geggjuð. Rúmenar sköpuðu ekkert úr opnum leik," segir Alfreð.

Hann var spurður út í frammistöðu Gylfa.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum svona frá honum. Það er frábært að vera sóknarmaður sem svona leikmann með sér. Hann sér alltaf einn eða tvo leiki fram í tímann. Slúttin hans eru frábær."

Það voru tæplega 60 meðlimir Tólfunnar á leiknum en annars tómar stúkur. Þó völlurinn hafi nánast verið tómur, hversu miklu munar að hafa þó þennan hóp?

„Það munar gríðarlega miklu. Þetta er svipað og í Þýskalandi núna, þar er byrjað að hleypa inn litlum hópum og það er ótrúlegt hversu miklu munar um það. Við erum sáttir við að þessi hópur hafi fengið að mæta."

Í næsta mánuði er úrslitaleikur gegn Ungverjalandi um sæti á EM alls staðar.

„Það er mikil rútína í hópnum og það þarf ekkert að ræða þetta of mikið. Við erum búnir að halda sama kjarna í átta ár og það er ótrúlegt hungur í liðinu að komast inn á annað stórmót," segir Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner