Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 08. nóvember 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Algjör toppmaður og einhver heiðarlegasta mannvera sem ég hef kynnst"
Eftir að hafa jafnað leikinn gegn Víkingi í eftirminnilegasta leik tímabilsins. Markið kom á 7. mínútu uppbótartíma.
Eftir að hafa jafnað leikinn gegn Víkingi í eftirminnilegasta leik tímabilsins. Markið kom á 7. mínútu uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net
Alvöru karldýr sem hjálpar okkur Fífu-börnunum mikið
Alvöru karldýr sem hjálpar okkur Fífu-börnunum mikið
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Klæmint Olsen spilar á morgun sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. Hann er á láni hjá Blikum frá NSÍ Runavík í Færeyjum. Klæmint er 33 ára framherji. Hann skoraði sex mörk og lagði upp fjögur í Bestu deildinni í sumar. Hann skoraði auk þess fjögur mörk í Mjólkurbikarnum.

Á leið Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar skoraði færeyski landsliðsmaðurinn eitt mark og lagði upp eitt og svo hefur hann skorað bæði mörk Breiðabliks til þessa í riðlinum.

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fór fögrum orðum um liðsfélaga sinn á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Gent.

„Það hefur verið ótrúlega dýrmætt að hafa hann í hópnum. Þetta er algjör toppmaður og einhver heiðarlegasta mannvera sem ég hef kynnst; bæði inn á vellinum og ekki síður utan hans. Hann er frábær leikmaður og hefur heldur betur reynst okkur drjúgur, alltaf staðið fyrir sínu. Fyrst og fremst viðhorfið hans, hann er reynslubolti; alvöru karldýr sem hjálpar okkur Fífu-börnunum mikið. Hann er frábær einstaklingur, frábær leikmaður og við munum sakna hans mikið. Bæði innan vallar og ekki síður utan hans," sagði Höskuldur.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 20:00 og er liður í fjórðu umferð riðlakeppni Sambansdeildarinnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli. Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn.

   02.06.2023 23:27
Svaf ekki eftir klúðrið á mánudaginn en tilfinningin frábær í kvöld

   04.06.2023 18:17
Barðist í gegnum erfiðleikana - „Er núna í besta formi lífs míns"

Athugasemdir
banner
banner