Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   sun 04. júní 2023 18:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barðist í gegnum erfiðleikana - „Er núna í besta formi lífs míns"
Jöfnunamarkinu fagnað.
Jöfnunamarkinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net
Var utan hóps í þremur fyrstu leikjum deildarinnar.
Var utan hóps í þremur fyrstu leikjum deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var auðvitað skrítið, ég spilaði í sextán ár fyrir sama félagið og búinn að vera fyrirliði þar í kannski fjórtán af þeim
Það var auðvitað skrítið, ég spilaði í sextán ár fyrir sama félagið og búinn að vera fyrirliði þar í kannski fjórtán af þeim
Mynd: Getty Images
Klæmint Olsen skoraði jöfnunarmark Breiðabliks gegn Víkingi á föstudag og var það hans þriðja mark fyrir liðið á tímabilinu. Það byrjaði erfiðlega hjá Klæmint eftir að hann kom til Íslands frá Færeyjum, tók hann tíma til að komast í takt við hlutina og var hann reglulega utan hóps á undirbúningstímabilinu og í upphafi tímabilsins.

Hann er þó að komast betur og betur í takt við hlutina hjá Blikum og hefur með mörkum sínum tryggt Blikum þrjú stig til þessa á tímabilinu. Hann ræddi við Fótbolta.net eftir jafnteflið gegn Víkingum á föstudag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 Víkingur R.

Sjá einnig:
Svaf ekki eftir klúðrið á mánudaginn en tilfinningin frábær í kvöld

„Heilt yfir hefur tíminn hér verið mjög góður, auðvitað voru fyrstu 2-3 mánuðirnir mjög erfiðir en núna finnst mér ég búinn að aðlagast betur og kominn í betra form. Ég geri það sem ég get til að hjálpa liðinu."

Hvernig var að vera utan hóps í leikjum?

„Það var auðvitað skrítið, ég spilaði í sextán ár fyrir sama félagið og búinn að vera fyrirliði þar í kannski fjórtán af þeim. Það var ný staða fyrir mig, en ég held það sé að einhverju leyti hollt að upplifa nýja hluti. Það var það sem ég gerði, þurfti að berjast til að komast aftur í liðið."

„Núna er ég í góðu formi finnst mér, er mögulega núna í besta formi lífs míns og mér líður vel,"
sagði Klæmint sem er 32 ára gamall.

Fylgist vel með NSÍ
Hann er á láni hjá Blikum út tímabilið frá NSÍ sem féll niður í B-deildina í Færeyjum á síðasta tímabili. Klæmint þurfti að finna sér annað lið til að halda sæti sínu í landsliðinu og úr varð að hann gekk í raðir Breiðabliks.

„Auðvitað fylgist ég vel með, ég er mjög náinn NSÍ; leikmönnum og öllum í kringum félagið. Ég fylgist með hvernig gengur."

Liðið hans er í 2. sæti í B-deildinni og ætlar sér aftur upp. Framherjinn fylgist vel með hlutunum heima fyrir.

Hræðilegt fyrir hann persónulega
Liðsfélagi hans í Breiðabliki og færeyska landsliðinu, Patrik Johannessen, varð fyrir því óláni að slíta krossband í síðasta mánuði.

„Það var auðvitað mjög sorglegt, Patrik er fyrst og fremst mjög góður leikmaður sem við söknum. Þetta er líka missir fyrir færeyska landsliðið. Þetta er hræðileg staða fyrir hann persónulega," sagði Klæmint.

Sjá einnig:
Patrik um meiðslin alvarlegu: Auðvitað eru þetta hræðilegar fréttir
„Ömurlegt, tætir sálina í manni í sundur"

Markið sem hann skoraði má sjá í spilaranum hér að neðan.


Svaf ekki eftir klúðrið á mánudaginn en tilfinningin frábær í kvöld
Athugasemdir
banner
banner
banner