Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 27. október 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gent
Hefur notið þess að vera í Breiðabliki - „Mjög glaður að hafa fengið tækifærið að koma hingað"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
NSÍ Runavík féll óvænt úr færeysku Betri deildinni 2022 og lék í næstefstu deild á þessu ári. Liðið mun enda í 2. sæti næstefstu deildar og verður því aftur í Betri deildinni tímabilið 2024.

Klæmint Olsen, markahæsti leikmaður í sögu Færeyja, ákvað eftir að NSÍ féll að fara frá félaginu á láni. Klæmint lék með Breiðabliki og á einn leik eftir með liðinu áður en hann snýr aftur til Færeyja en NSÍ hefur tryggt sér sæti að nýju meðal þeirra bestu.

Klæmint þurfti að spila í betri deild til að halda sæti sínu í færeyska landsliðinu og frekar en að fara á láni í efstu deild í Færeyjum ákvað hann að fara til Breiðabliks.

Klæmint er 33 ára framherji. Hann skoraði sex mörk og lagði upp fjögur samkvæmt Transfermarkt í Bestu deildinni í sumar. Hann skoraði auk þess fjögur mörk í Mjólkurbikarnum. Á leið Breiðablik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar skoraði Klæmint eitt mark og lagði upp eitt og svo hefur hann skorað bæði mörk Breiðabliks til þessa í riðlinum.

Klæmint ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Gent í gær.

„Ég er ánægður með tíma minn hjá Breiðabliki. Þetta hefur heilt yfir verið mjög gott ár, frábær reynsla og ég er mjög glaður að hafa fengið tækifærið að koma hingað. Ég hef notið þess. Runavík er komið aftur í Betri deildina og ég spila þar á næsta tímabili," sagði framherjinn.

   04.06.2023 18:17
Barðist í gegnum erfiðleikana - „Er núna í besta formi lífs míns"

   11.01.2023 18:19
Klæmint: Væri sennilega ekki á Íslandi ef NSÍ hefði ekki fallið

Klæmint: Fréttirnar í dag eru falsfréttir, þetta snýst ekki um það
Athugasemdir
banner
banner
banner