Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   mið 08. nóvember 2023 12:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar brjóta blað í sögu Bose-mótsins
Mynd: Bose
KR vann Bose-mótið 2022.
KR vann Bose-mótið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrstu leikir Breiðabliks á undirbúningstímabilinu fyrir tímabilið 2023 voru í Bose-mótinu. Blikar eru að spila í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fram í desember og er því tímabilinu 2023 ekki lokið hjá þeim.

Áður en riðlakeppninni lýkur fer annað Bose-mót fram og verður Breiðablik á meðal liða í því móti. Bose-mótið er æfingamót sem haldið er á haustin þar sem sex bestu lið síðasta tímabils taka þátt.

Breiðablik undirbýr sig nú fyrir leik gegn Gent á morgun og sat Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Hvernig hefur undirbúningurinn fyrir leikinn á morgun verið?

„Við höfum ekki spilað síðan við spiluðum við Gent síðast. Við munum taka þátt í Bose-mótinu, fáum þrjá leiki þar og það verða því leikir í hverri vikur þangað til riðlakeppninni í Sambandsdeildinni lýkur. Við verðum fyrsta liðið í sögu Bose-mótsins til að taka þátt í tveimur Bose-mótum á sama tímabilinu."

Síðasti leikur Breiðabliks var gegn Gent fyrir tveimur vikum. Reyndiru að fá einhvern leik milli leikjanna gegn Gent?

„Það er ekkert íslenskt lið að æfa. Það var einhver hugmynd að reyna spila við eitthvað af yngri landsliðunum, en þeir voru ekki farnir af stað heldur. Við tókum góðan 'murder-ball' á laugardag og það gerði helling fyrir okkur. Æfingar hafa verið góðar, það er góður andi og ferskleiki í liðinu," sagði Dóri.
   08.11.2023 11:58
„Fínt fyrir hin liðin að taka sitt Tene-frí, á meðan erum við í þessari veislu"

Athugasemdir
banner
banner
banner