banner
   þri 09. febrúar 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völdu byrjunarlið skipað bestu leikmönnum sögunnar
Þessir tveir eru auðvitað í liðinu.
Þessir tveir eru auðvitað í liðinu.
Mynd: Getty Images
Spænski fjölmiðillinn AS tilkynnti á dögunum niðurstöðu sína í vali á besta byrjunarliði sögunnar; sem sagt 11 fótboltamenn sem eru þeir bestu í sögunni að mati dómnefndar spænska fjölmiðilsins.

Dómnefndin samanstóð af 16 fjölmiðlamönnum og pistlahöfundum. Allir völdu þeir 11 leikmenn og voru þeir sem voru valdir oftast nefndir í þetta rosalega byrjunarlið.

Niðurstaðan er gríðarlega sóknarsinnað lið og er still upp í eins konar 3-1-3-3. Flestir leikmannana koma frá Spáni sem er ekki skrýtið í ljósi þess að fjölmiðillinn er spænskur.

Á meðal þeirra sem komust ekki í liðið eru goðsagnir á borð við Lev Yashin, Paolo Maldini, Andres Iniesta, Zinedine Zidane, Ferenc Puskas, Eusebio og Ronaldo Nazario.

Hvernig myndi þitt byrjunarlið líta út? Hér fyrir neðan má sjá liðið sem AS valdi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner