Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 09. febrúar 2023 12:13
Elvar Geir Magnússon
Hammarby reynir að fá Hólmbert
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aftonbladet greinir frá því að Hammarby sé að reyna að fá íslenska sóknarmanninn Hólmbert Aron Friðjónsson frá þýska B-deildarfélaginu Holstein Kiel.

Hammarby, sem hafnaði í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fyrra, er með alla anga úti á leikmannamarkaðnum og reynir að styrkja sig fyrir komandi tímabil.

Hólmbert, sem er 29 ára, er kominn aftur til Holstein Kiel eftir að hafa verið á lánssamningi hjá Lilleström í Noregi. Hjá Lilleström skoraði hann fimm mörk og átti þrjár stoðsendingar í átta byrjunarliðsleikjum.

Hammarby er sagt vera með fleiri sóknarmenn á blaði en Hólmbert sé þar efstur, hann sé álitinn fullkominn í að fylla skarð Veton Berisha sem fór til Molde.

Mbl.is segir að Hammarby hafi lagt fram tvö tilboð í Hólmbert sem báðum hefur verið hafnað. Hólmbert er uppalinn hjá HK en hefur á atvinnumannaferlinum auk þess verið hjá Celtic, Bröndby, Álasundi og Brescia. Á íslandi hefur hann spilað fyrir Stjörnuna, KR og Fram auk HK.
Athugasemdir
banner
banner