Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. mars 2023 10:10
Elvar Geir Magnússon
PSG verkefnið gjörsamlega mislukkað - „Hvað eru þeir eiginlega?“
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Paris St-Germain verkefnið var byggt til að vinna Meistaradeildina og þeir hafa verið langt frá því. Þetta er algjörlega mislukkað," segir Joe Cole, fyrrum leikmaður Chelsea og sparkspekingur BT Sport.

PSG tapaði samtals 3-0 fyrir Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

PSG hefur eytt yfir milljarði punda síðan Katarar tóku yfir 2012 og hefur unnið átta af tíu Frakklandsmeistaratitlum síðan. En Meistaradeildartitillinn var draumur eigendanna, hinsvegar virðist liðið engu nær honum. Eftir að hafa komist í 8-liða úrslit fyrstu fjögur tímabilin hefur liðið fallið út í 16-liða úrslitum í fimm af síðustu sjö tímabilum. Undantekningin er úrslitaleikurinn 2020 í miðjum Covid faraldrinum þar sem PSG tapaði gegn Bayern.

PSG hefur verið pakkfullt af risastórum nöfnum og hæfileikaríkum sóknarmönnum en liðinu hefur skort samheldni, jafnvægi og liðsheild. Þrátt fyrir að vera með tvo dýrustu leikmenn sögunnar; Neymar og Kylian Mbappe, og hugsanlega besta leikmann fótboltasögunnar Lionel Messi þá tókst liðinu ekki að skora mark í 180 mínútur gegn Bæjurum.

Cole veltir því fyrir sér hvort þörf sé á stefnubreytingu hjá PSG.

„Þeim skortir einkenni. Hvað eru þeir eiginlega? Það er allt í belg og biðu, það virðist ekki vera áætlun. Það virkar hræðsla í liðinu, síðustu fjögur ár hefur liðið fallið úr leik í góðri stöðu og það hefur skilið eftir sig sár á félaginu. Þeir hafa keypt marga af bestu leikmönnunum síðustu 20 ár. Ungu frönsku leikmennirnir sem eru um alla Evrópu gætu hafa gert þetta fyrir aðeins hluta af þessum kostnaði. Þá væri liðið líka með eitthvað sem stuðningsmenn gætu tengt við," segir Cole.

Owen Hargreaves, fyrrum leikmaður Bayern München, tekur undir þetta.

„PSG ætti að tæta allt þetta verkefni í sundur og byrja frá grunni, það eru afturför hjá þeim. Þeir eru með eitt besta úrval af efnilegustu leikmönnum heims. Af hverju eru þeir að fara til Salzburg, Dortmund eða Leicester? Þeir eiga að spila fyrir PSG. Þeir gæta unnið frönsku deildina með þessum leikmönnum og svo bætt við sig einni eða tveimur ofurstjörnum," segir Hargreaves.
Athugasemdir
banner
banner