Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júlí 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Solskjær segist ekki í leit að miðverði - Hefur trú á Tuanzebe
Axel Tuanzebe.
Axel Tuanzebe.
Mynd: Getty Images
Í The Athletic segir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hafi tröllatrú á því að Axel Tuanzebe geti orðið varnarmaður í fremstu röð.

Harry Maguire og Victor Lindelöf eru miðvarðapar númer eitt hjá United en Tuanzebe hefur spilað tíu leiki á tímabilinu.

United hefur verið orðað við miðverði en Solskjær segir að hann þurfi ekki að styrkja sig með miðvörðum.

„Ég er með sjö miðverði. Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Við erum í góðu lagi," sagði Solskjær.

Tuanzebe er 22 ára og sagt er að Solskjær telji að hann gæti orðið toppklassa leikmaður. Meiðsli hafa hindrað hann á þessu tímabili en á síðasta tímabili var hann á láni hjá Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner