Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. júlí 2021 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Man Utd ætla að leita til Leikmannasamtakanna
Manchester United hafnaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Manchester United hafnaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Vefmiðillinn The Athletic fjallar um það að leikmenn kvennaliðs Manchester United ætli að leita til Leikmannasamtaka Englands, og fá þar ráð og stuðning.

Fram kemur í grein miðilsins að leikmenn séu ekki sáttir með það hvernig félagið er að vinna að kvennaliðinu, sem var stofnað árið 2018.

Casey Stoney hætti sem þjálfari eftir síðustu leiktíð en það hefur ekki enn verið ráðinn nýr þjálfari. Sú vinna er enn í gangi þegar undirbúningstímabilið er að byrja.

Það er mikil óvissa með metnað fyrir næstu leiktíð en félagið hefur ekki bætt leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð. Fjöldi leikmanna hafa yfirgefið félagið og þar á meðal eru bandarísku landsliðskonurnar Christen Press og Tobin Heath.

Lauren James, sem er ein af efnilegustu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar, er enn leikmaður United en búist er við því að hún sé á förum. Chelsea hefur sýnt henni áhuga og hún vill fara þangað.

Leikmannahópurinn er ekki stór og það er enginn þjálfari hjá kvennaliðinu. Á meðan er félagið búið að ná samkomulagi um kaup á Jadon Sancho fyrir karlaliðið. Hann mun kosta 85 milljónir evra.

United hafnaði í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og var einu stigi frá Meistaradeildinni. Casey Stoney gerði mjög vel í að byggja upp liðið en hún var ekki alltaf sátt í starfinu og með þann stuðning sem hún fékk.

Stoney var meðal annars sögð ósátt við það hvernig staðið var að liðinu og hvernig aðstaðan var í kringum það. Liðið færði sig á Carrington æfingasvæðið á síðasta ári þar sem karlaliðið æfir. Aðstaðan fyrir kvennaliðið var hins vegar ekki sú sama. Þær voru fyrst ekki með aðstöðu til að fara í sturtu og þurftu að ganga í tíu mínútur frá þar sem þær æfðu til að komast á næsta klósett. United segir að æfingasvæðið verði bætt í sumar.


Athugasemdir
banner
banner