Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tekið á ólöglegum streymisveitum - Dæmdur í sextán mánaða fangelsi
Mynd: Chateau
Enska úrvalsdeildin greinir frá því að breskur maður hefur verið handtekinn og dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir að streyma úrvalsdeildarleikjum ólöglega á netinu.

Herra Paul Faulkner játaði brot sín fyrir dómara, meðal annars fjársvik og höfundarréttarbrot, og fékk 16 mánaða dóm. Það vekur athygli að hann fær 12 mánaða fangelsisvist fyrir að bjóða uppá streymiþjónustuna en 4 mánuðir bætast við vegna hans eigin notkunar á þjónustunni.

Þetta þýðir að fólk sem er gripið við að horfa á ólöglegt streymi gæti lent í klandri.

Það var enska úrvalsdeildin sjálf sem leitaði Faulkner uppi og kærði hann. Hún þarf að gæta eigin hagsmuna þegar það kemur að ólöglegum streymisveitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner