Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 09. ágúst 2022 09:38
Elvar Geir Magnússon
Skilur ekki hvað Man Utd er að hugsa - „Hélt að þetta væri grín"
Arnautovic í landsleik með Austurríki.
Arnautovic í landsleik með Austurríki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chris Sutton, sérfræðingur BBC, segir það með öllu óskiljanlegt að Manchester United sé að vinna í því að fá hinn 33 ára gamla Marko Arnautovic frá Bologna.

Örvænting virðist gripin um sig hjá félaginu eftir tap í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Erik ten Hag, 1-2 gegn Brighton. Félagið er einnig orðað við Adrien Rabiot.

„Það er algjört brjálæði að vera að reyna að fá Arnautovic. Ég hélt fyrst að þessar fréttir væru eitthvað grín. Þetta er algjörlega út í hött," segir Sutton.

Austurríski landsliðsmaðurinn Arnautovic lék með West Ham áður en hann hélt til Shanghai Port í Kína 2019. Hann gerði svo tveggja ára samning við Bologna 2021 og skoraði 14 mörk í ítölsku deildinni á síðasta tímabili.

„Þetta er algjörlega rangt skref hjá United í augum stuðningsmanna. Það eru milljón aðrir leikmenn sem United ætti frekar að vera að reyna að fá. Ég bara skil þetta ekki. Ímyndarlega er þetta algjört slys. Ef Arnautovic kemur inn þá setur það Ten Hag undir svo mikla pressu," segir Sutton.

Manchester United hefur verið að eltast við Frenkie de Jong hjá Barcelona í allt sumar en lítið gengið.
Athugasemdir
banner