Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 09. ágúst 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skilur ekki hvers vegna FH var að kalla Úlf Ágúst til baka
Úlfur Ágúst Björnsson í leik með FH.
Úlfur Ágúst Björnsson í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH ákvað að kalla framherjann unga Úlf Ágúst Björnsson til baka úr láni frá Njarðvík í síðasta mánuði.

Úlfur gekk í raðir Njarðvíkur á láni frá FH fyrir tímabilið og fór hann hamförum í 2. deildinni. Hann skorað þar tíu mörk og hjálpaði Njarðvík að vera langbesta liðið.

Úlfur, sem er fæddur árið 2003, var í algjöru lykilhlutverki hjá Njarðvík en hann hefur komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik í síðustu þremur leikjum FH-inga.

„Úlfur Ágúst er búinn að vera lykilmaður í besta liðinu í 2. deild áður en hann er kallaður til baka til þess að spila 15 mínútur á móti Val þegar vantar mark," sagði Sverrir Mar Smárason í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Ég skil það ekki alveg sko, sérstaklega þegar þeir eru farnir að færa Matta Vill úr strikerastöðunni. Af hverju notarðu þá ekki þennan strák? Til hvers ertu að kalla hann til baka ef þú ætlar ekki að henda honum inn í liðið?"

„FH græðir meira á því - að mínu mati - ef hann klárar tímabilið með Njarðvík og komi svo fullur sjálfstraust til FH í vetur."

FH er að berjast í fallbaráttunni í Bestu deildinni. Næsti leikur liðsins er stórleikur gegn ÍBV, en bæði þessi lið eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Njarðvík hefur verið að ströggla án Úlfs og er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð í 2. deild. Njarðvík er samt sem áður með fimm stiga forskot á toppnum.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna úr útvarpsþættinum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Íslenska fótboltavikan og enskt hringborð
Athugasemdir
banner
banner
banner