Borja Valero, leikmaður Inter Milan, er á leið til Fiorentina á nýjan leik samkvæmt heimildum Gianluca Di Marzio.
Di Marzio er mjög virtur blaðamaður á Ítalíu og er áreiðanlegur þegar kemur að félagaskiptum.
Valero er nafn sem margir kannast við en undanfarin þrjú ár hefur hann spilað með Inter við fínan orðstir.
Fyrir það lék Valero með Fiorentina í fimm ár og skoraði 14 mörk í 165 deildarleikjum fyrir félagið.
Miðjumaðurinn knái mun skrifa undir eins árs samning við Fiorentina en hann er 35 ára gamall í dag.
Valero hefur einnig leikið fyrir lið eins og Mallorca, West Bromwich Albion og Villarreal.
Athugasemdir