Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 10. janúar 2021 09:30
Aksentije Milisic
Ole segir að Pogba, Lindelof og Shaw séu meiddir
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að þeir Paul Pogba, Victor Lindelof og Luke Shaw eigi allir við meiðsli að stríða.

Manchester United vann Watford í gær í þriðju umferð FA bikarsins þar sem Scott McTominay gerði eina mark leiksins.

Ole gerði margar breytingar á liði United en framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir.

United mætir Burnley í miðri viku og getur með sigri komist á toppinn í ensku úrvalsdeildinni. Liðið á síðan leik gegn Liverpool um næstu helgi á Anfield.

Enginn af leikmönnunum þremur voru í hópnum í gær og ljóst er að þetta er áhyggjuefni fyrir Solskjær. Hann sagði ekki til um hversu alvarleg meiðslin væru eða hvort leikmennirnir yrðu klárir í leikina sem framundan eru.
Athugasemdir
banner