Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 10. janúar 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Koulibaly fékk Covid og spilar ekki í dag
Senegal verður án markvarðarins Edouard Mendy (Chelsea) og varnarmannsins Kalidou Koulibaly (Napoli) í fyrsta leik liðsins í Afríkukeppninni en báðir smituðust þeir af Covid.

Senegal endaði í öðru sæti 2019 útgáfu keppninnar en liðið mætir Simbabve í dag klukkan 13.

Auk Mendy og Koulibaly er sóknarmaðurinn Famara Diedhiou kominn í einangrun.

„Þetta er erfið og flókin staða," segir Aliou Cisse, þjálfari Senegal, en það stefnir í að hann verði bara með sautján leikfæra vegna Covid og meiðsla.

Reglur Afríkukeppninnar segja að ef lið hafa ellefu leikfæra menn þá eigi að spila, sama þó það sé ekki markvörður þar á meðal.

Ismaila Sarr og Abdoulaye Seck eru meðal mannar sem eru á meiðslalista Senegal. Seny Dieng, markvörður QPR, ver mark liðsins í dag í fjarveru Mendy en hann á aðeins einn landsleik á ferilskrá sinni.
Athugasemdir
banner
banner