Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Muslic ráðinn til Plymouth (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Plymouth Argyle, botnlið ensku Championship deildarinnar, er búið að ráða Miron Muslic sem nýjan þjálfara eftir brottrekstur Wayne Rooney.

Muslic hefur verið án starfs í rétt rúman mánuð eftir að hann var sjálfur rekinn frá Cercle Brugge í Belgíu, eftir að hafa gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá félaginu síðustu tvö ár.

Muslic er 42 ára gamall og fær langan samning hjá Plymouth sem gildir þar til í júní 2028.

Hans bíður verðugt verkefni í Plymouth þar sem liðið er með 20 stig eftir 25 umferðir - fimm stigum frá öruggu sæti í Championship deildinni.

Plymouth ræddi einnig við aðra þjálfara með reynslu úr enska boltanum en stjórnendum leyst best á Muslic og ákváðu að gefa honum tækifæri.

   10.01.2025 21:14
Eftirmaður Rooney var á Kópavogsvelli í október



Athugasemdir
banner
banner
banner