Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   lau 10. febrúar 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno: Strákarnir tilbúnir til að leggja allt í sölurnar
Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, svaraði spurningum eftir svekkjandi tap á heimavelli gegn Newcastle United í dag.

Forest sýndi flotta frammistöðu en lenti undir þrisvar sinnum í leik þar sem lokatölurnar urðu 2-3.

„Við sýndum flotta frammistöðu í dag en okkur var refsað vægðarlaust fyrir hver einustu mistök. Það er margt jákvætt sem við getum tekið með okkur úr þessum leik en líka annað sem við þurfum að bæta. Við þurfum meiri einbeitingu og ákveðni. Við erum ekki komnir á þann stað sem við viljum vera á, við erum á leiðinni þangað," sagði Espirito Santo eftir tap á heimavelli.

„Við sköpuðum mikið af góðum stöðum gegn erfiðum andstæðingum í dag og stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik án þess að skora. Við þurfum að nýta færin okkar betur og við þurfum að bæta hugarfarið í varnarleiknum.

„Við þurfum að leggja mikið á okkur til að halda liðinu í deild þeirra bestu. Strákarnir eru tilbúnir til að leggja allt í sölurnar."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner