Heimild: Vísir
Fram er ekki lengur á lista FIFA yfir félög sem eru í félagaskiptabanni en þar var félagið í stutta stund.
Athygli vakti í síðustu viku að tvö íslensk félög voru á listanum en Vísir greindi frá því að mál Framara snerist um Venesúelabúann Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022.
Yendis mun hafa átt inni tveggja mánaða laun. Ekki var um verulegar fjárhæðir að ræða og hafa Framarar nú þegar leyst málið og eru ekki lengur í félagaskiptabanni.
Athygli vakti í síðustu viku að tvö íslensk félög voru á listanum en Vísir greindi frá því að mál Framara snerist um Venesúelabúann Jesús Yendis sem lék með liðinu árið 2022.
Yendis mun hafa átt inni tveggja mánaða laun. Ekki var um verulegar fjárhæðir að ræða og hafa Framarar nú þegar leyst málið og eru ekki lengur í félagaskiptabanni.
Grótta er hitt félagið sem fór í félagaskiptabann og er ekki búið að leysa málið hjá þeim. Grótta er því enn í banni samkvæmt upplýsingum FIFA en félagið hefur ekki viljað greina frá því um hvað þeirra mál snýst.
Athugasemdir