Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gísli Eyjólfs skoraði gegn OB - Sigrar hjá Lyngby og Rosenborg
Mynd: Halmstad
Það fóru nokkrir æfingaleikir fram í dag þar sem Íslendingalið mættu til leiks.

Gísli Eyjólfsson kom inn af bekknum og skoraði í 2-1 sigri Halmstad gegn Odense. Gísli er þrítugur miðjumaður sem lék sitt hlutverk í því að bjarga Halmstad frá falli úr efstu deild sænska boltans í fyrra.

Hinn 18 ára gamli Breki Baldursson kom þá inn af bekknum er Esbjerg tapaði 2-0 gegn Dynamo Kyiv. Breki fékk að spila síðustu 20 mínútur leiksins en hann gekk til liðs við Esbjerg síðasta ágúst.

Lyngby sigraði þá 3-2 gegn Banga frá Litháen. Sævar Atli Magnússon er á mála hjá Lyngby.

Að lokum var Ísak Snær Þorvaldsson í byrjunarliði Rosenborg sem gerði markalaust jafntefli við Varnamo í Atlantic Cup æfingamótinu.

Liðin fóru í vítaspyrnukeppni og hafði Rosenborg betur þar til að ná í sín fyrstu stig á æfingamótinu. Rosenborg fær tvö stig fyrir og Varnamo eitt.

Rosenborg er því með tvö stig eftir þrjár umferðir á meðan Varnamo er með fimm stig.

Halmstad 2 - 1 Odense
1-0 Yannick Agnero ('52)
2-0 Gísli Eyjólfsson ('66)
2-1 Markaskorara vantar ('78)

Lyngby 3 - 2 Banga

Dynamo Kyiv 2 - 0 Esbjerg

Rosenborg 0 - 0 Varnamo
(4-1 í vítaspyrnukeppni)
Athugasemdir
banner