Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 13:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munu kynna Birki Má sem nýjan leikmann á morgun
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson virðist ekki ætla að setja skóna upp á hilluna alveg strax.

Nacka FC í Svíþjóð hefur sett það á samfélagsmiðla sína að von sé á „sprengju" hjá félaginu á félagaskiptamarkaðnum á morgun. Augljóst er af myndum að dæma að Birkir Már sé að ganga í raðir félagsins.

Birkir Már á erfitt með að setja skóna upp á hillu en hann hefur undanfarið verið að æfa með Nacka sem er í D-deild í Svíþjóð.

Birkir er fertugur og lék sinn síðasta leik með Val í október í fyrra. Hann flutti þá til Svíþjóðar en þangað hafði fjölskylda hans flutt áður.

Birkir lék með Hammarby í Svíþjóð frá 2015 til 2017. Hans hápunktar komu með íslenska landsliðinu þar sem hann lék lykilhlutverk á HM og EM og lék alls 103 landsleiki.
Athugasemdir
banner
banner