Birkir Már Sævarsson virðist ekki ætla að setja skóna upp á hilluna alveg strax.
Nacka FC í Svíþjóð hefur sett það á samfélagsmiðla sína að von sé á „sprengju" hjá félaginu á félagaskiptamarkaðnum á morgun. Augljóst er af myndum að dæma að Birkir Már sé að ganga í raðir félagsins.
Nacka FC í Svíþjóð hefur sett það á samfélagsmiðla sína að von sé á „sprengju" hjá félaginu á félagaskiptamarkaðnum á morgun. Augljóst er af myndum að dæma að Birkir Már sé að ganga í raðir félagsins.
Birkir Már á erfitt með að setja skóna upp á hillu en hann hefur undanfarið verið að æfa með Nacka sem er í D-deild í Svíþjóð.
Birkir er fertugur og lék sinn síðasta leik með Val í október í fyrra. Hann flutti þá til Svíþjóðar en þangað hafði fjölskylda hans flutt áður.
Birkir lék með Hammarby í Svíþjóð frá 2015 til 2017. Hans hápunktar komu með íslenska landsliðinu þar sem hann lék lykilhlutverk á HM og EM og lék alls 103 landsleiki.
Athugasemdir