þri 10. mars 2020 13:14
Elvar Geir Magnússon
Eigandi Nottingham Forest með kórónaveiruna - Hitti leikmenn á föstudag
Evangelos Marinakis er hér fyrir miðju.
Evangelos Marinakis er hér fyrir miðju.
Mynd: Getty Images
Evangelos Marinakis, eigandi enska knattspyrnufélagsins Nottingham Forest, tilkynnir á Instagram að hann hafi greinst með kórónaveiruna.

Gríski viðskiptamaðurinn segist nú fara eftir ráðleggingum lækna og er kominn í sóttkví.

„Ég hef smitast og tel það skyldu mína að láta fólk vita. Líðan mín er góð og ég fer eftir fyrirmælum lækna," skrifar hinn 52 ára Marinakis.

Marinakis var meðal áhorfenda á síðasta heimaleik Forest, gegn Millwall á föstudaginn. Þar voru yfir 27 þúsund áhorfendur. Hann er einnig eigandi gríska liðsins Olympiakos og var á leik liðsins gegn Arsenal.

Þá segja enskir fjölmiðlar að Marinakis hafi hitt leikmenn Forest síðasta föstudag. Liðið er í fimmta sæti í Championship-deildinni.



Sjá einnig:
Félög á Englandi undirbúa að spila fyrir luktum dyrum
Athugasemdir
banner
banner
banner