Eftir mjög slæma frammistöðu gegn Liverpool um síðustu helgi náði Manchester United sigri á Real Betis í Evrópudeildinni í gær.
Erik ten Hag ákvað að breyta liðinu ekki neitt en Bruno Fernandes fékk mikla gagnrýni eftir leikinn á Anfield.
Hann svaraði vel fyrir sig í gær og var Ten Hag hæstánægður með frammistöðu Portúgalans.
„Mér fannst hann vera besti maðurinn á vellinum. Það sýndi karakterinn hans, hann spilaði aðeins dýpra í kvöld og mér fannst hann frábær, margar góðar sendingar milli línanna og hann bjó til mörg færi," sagði Ten Hag.
Athugasemdir