Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Katla Tryggvadóttir úr Þrótti er besti leikmaður áttundu umferðar Bestu deildar kvenna.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 8. umferðar - Katrín í fjórða sinn
Sjá einnig:
Sterkasta lið 8. umferðar - Katrín í fjórða sinn
Katla gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Þróttur vann endurkomusigur gegn KR í Vesturbænum. Það er því einfalt að útnefna hana sem leikmann umferðarinnar.
„Einfalt val eftir að hafa skorað þrennu, gríðarlega kraftmikil allan leikinn en kom sér í réttar stöður í seinni hálfleik og skoraði góð mörk," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í skýrslu sinni frá leiknum.
Katla, sem er á 17. aldursári, þykir ein efnilegasta fótboltakona landsins. Hún er uppalin hjá Val en ákvað söðla um í vetur og ganga í raðir Þróttar. Þar hefur hún fengið stórt og mikilvægt hlutverk og er búin að skora fjögur mörk í átta leikjum.
Á dögunum var farið yfir fyrsta þriðjung Bestu deildarinnar í Heimavellinum og þar var samróma álit um að hún væri búin að vera efnilegasti leikmaður deildarinnar.
„Hún er búin að vera ótrúlega góð í sumar og er mjög vel spilandi. Hún smellpassar inn í þetta lið," sagði Guðni Þór Einarsson, þjálfari HK.
„Það er virkilega gaman að sjá hana, hún er að blómstra," sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Hauka.
Klárlega einn efnilegasti leikmaður landsins.
Sjá einnig:
Sterkust í 1. umferð - Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Sterkust í 2. umferð - Samantha Leshnak Murphy (Keflavík)
Sterkust í 3. umferð - Arna Eiríksdóttir (Þór/KA)
Sterkust í 4. umferð - Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Sterkust í 5. umferð - Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Sterkust í 6. umferð - Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sterkust í 7. umferð - Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir