Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   mið 10. júlí 2024 11:35
Elvar Geir Magnússon
Ferðalag Hollands til Dortmund gekk alls ekki að óskum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenska landsliðið kom mun seinna til Dortmund en áætlað var. Liðið mun leika gegn Englandi í borginni í kvöld, í undanúrslitum EM.

Aflýsa þurfti lestarferð liðsins frá Wolfsburg í gær, þar sem liðið er með sínar æfingabúðir. Það var mikill hiti í Þýskalandi, yfir 30 gráður, og þurfti að loka einhverjum járnbrautarteinum.

Hollenski hópurinn fór frá lestarstöðinni í lögreglufylgd og endaði með því að taka flug í gærkvöldi.

Aflýsa þurfti fréttamannafundi hollenska landsliðsins sem átti að vera í gær og liðið gat ekki tekið létta æfingu á leikvangnum.

Ronald Koeman landsliðsþjálfari Hollands vill ekki gera mikið úr þessum ferðatruflunum og segir að þær hafi ekki haft mikil áhrif á lið sitt.

Leikur Hollands og Englands hefst klukkan 19 í kvöld en sigurliðið mun mæta Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag.
Athugasemdir
banner