Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tonali og Zaniolo á óskalista Andrea Pirlo
Tonali hefur oft verið líkt við Pirlo.
Tonali hefur oft verið líkt við Pirlo.
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo var um liðna helgi nokkuð óvænt ráðinn stjóri Ítalíumeistara Juventus eftir brottrekstur Maurizio Sarri.

Þetta er annað þjálfarastarf Pirlo en fyrir nokkrum dögum var hann ráðinn þjálfari U23 liðs Juventus. Hann var því fljótur að fá stöðuhækkun.

Pirlo var frábær miðjumaður á leikmannaferli sínum og spilaði hann lengst af með Juventus, AC Milan og ítalska landsliðinu. Hann er sagður með miðjumenn á sínum óskalista fyrir næstu leiktíð.

Gazzetta dello Sport segir að þeir Sandro Tonali og Nicolo Zanilo séu á óskalistanum.

Báðir eru þeir efnilegir ítalskir miðjumenn sem hafa verið að gera það gott. Tonali er á mála hjá Brescia og Zaniolo hjá Roma.

Pirlo vill ekki fá Jorginho frá Chelsea og beinir augum sínum frekar að yngri leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner