Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. september 2019 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Vitlaust lið í leikskránni - Fengu þjóðsöng Íslands staðfestan
Icelandair
Siggi Dúlla staðfesti að um réttan þjóðsöng væri að ræða.
Siggi Dúlla staðfesti að um réttan þjóðsöng væri að ræða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tæpur klukkutími er í það að leikur Íslands og Albaníu hefst í undankeppni EM 2020. Leikurinn er í Elbasan í Albaníu.

Athyglisvert er að glugga í leikskrána hjá Albaníumönnunum fyrir leik. Þar á að vera mynd af íslenska hópnum, en svo er svo sannarlega ekki. Myndina má sjá hér að neðan.

Albanarnir eru í stuði hér fyrir leik, vallarþulurinn þá sérstaklega. Hann er búinn að vera að æfa sig síðustu mínúturnar, hann ætlar að vera með allt á hreinu í kvöld. Í eitt skiptið hérna áðan bauð hann fólk velkomið á leik Albaníu og Írlands í undankeppni EM.

Albanir lentu í því um helgina að vitlaus þjóðsöngur var spilaður fyrir leik liðsins gegn Frakklandi. Þjóðsöngur Andorra var spilaður, en Frakkar báðu síðan Armeni afsökunar. Allt saman hið furðulegasta.

Menn voru því stressaðir hér áðan hvort þjóðsöngurinn sem yrði spilaður fyrir leik væri ekki örugglega réttur þjóðsöngur Íslands. Siggi Dúlla, búningastjóri landsliðsins, var fenginn til að staðfesta það.


Athugasemdir
banner
banner
banner