Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 10. september 2021 16:02
Elvar Geir Magnússon
Hversu lengi verður Son frá?
Son Heung-min, leikmaður Tottenham, er meiddur á kálfa og óvíst hversu lengi hann verður frá.

Nuno Espírito Santo var loðinn í svörum á fréttamannafundi í dag og óttast stuðningsmenn Tottenham að Son gæti verið frá í einhvern tíma.

„Hann kom til baka úr landsliðsverkefni með meiðsli. Honum líður ekki nægilega vel en við skulum bíða eftir að félagið gefi út tilkynningu um hvernig staðan á meiðslum hans er," segir Nuno.

„Ég get ekki gefið neitt meira upp. Bíðum eftir því að læknarnir eru búnir að skoða hann betur."

Tottenham mætir Crystal Palace um helgina og svo eru framundan höfuðborgarslagir í deildinni gegn Chelsea og Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner