Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. október 2020 15:30
Hafliði Breiðfjörð
KA stefnir á að spila heimaleiki sína á Dalvík
Völlurinn í Dalvík er einkar glæsilegur.
Völlurinn í Dalvík er einkar glæsilegur.
Mynd: Jóhann Már Kristinsson
Arnar Grétarsson bíður eftir samþykki KSÍ fyrir því að KA spili síðustu heimaleiki ársins í Dalvík.
Arnar Grétarsson bíður eftir samþykki KSÍ fyrir því að KA spili síðustu heimaleiki ársins í Dalvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að reyna að fá að spila síðustu tvo leikina okkar á Dalvík," sagði Arnar Grétarsson þjálfari KA í útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

Greifavöllurinn á Akureyri er grasvöllur sem hefur ekki litið vel út í sumar og ekki bætir úr skák að ljóst er að það mun dragast að hægt verði að klára Íslandsmótið í sumar.

KA átti að eiga heimaleik gegn FH 15. október og svo gegn Val 24. október. Nú hefur öllum fótbolta verið slegið á frest útaf verri stöðu í Covid-19 faraldrinum hér á landi svo ljóst er að mótinu mun ljúka enn síðar.

„Greifavöllurinn lítur vel út en hann er bara á floti. Svo fer að frysta núna og það yrði aldrei neinn fótbolti þar. Ef við fáum samþykkt að spila á Dalvík þá er þar klassa gervigrasvöllur eins og Fylkir og Víkingur eru með. Það eru toppaðstæður," sagði Arnar.

Fótboltahúsið Boginn hefur verið varavöllur KA en félagið hefur óskað eftir því við KSÍ að færa leikina á Dalvík.

„Bæði FH og Valur myndu kjósa að spila á Dalvík enda er lofthæðin ekki há í Boganum auk þess sem undirlagið og grasið er orðið svolítið gamalt. Svo má ekki bleyta. Það er ekki spennandi."

Arnar samdi um að halda áfram sem þjálfari KA í gær og ræddi við útvarpsþáttinn í dag um starfið sitt þar og fór um víðan völl. Þáttinn má hlusta á hér að neðan eða í öllum helstu podcast forritum.
Útvarpsþátturinn - Gamla bandið, Arnar Grétars og leikmannakönnun
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner