Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 10. október 2021 22:16
Brynjar Ingi Erluson
27. titill Benzema - Sigursælasti leikmaður Frakklands
Karim Benzema með bikarinn í höndunum eftir leikinn í kvöld
Karim Benzema með bikarinn í höndunum eftir leikinn í kvöld
Mynd: EPA
Franski framherjinn Karim Benzema skráði sig í sögubækurnar er Frakkland vann Þjóðadeildinni á San Síró í kvöld en þetta var 27. titill kappans.

Benzema snéri aftur í franska landsliðið eftir sex ára útlegð er hann tók þátt á Evrópumótinu í sumar.

Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, ákvað að hætta að velja hann eftir alvarlegt mál sem kom upp í hópnum. Benzema átti þá að hafa tekið þátt í að kúga fé úr Mathieu Valbuena.

Það mál fer fyrir dómstóla síðar í þessum mánuði en Benzema hefur verið að gera góða hluti í franska liðinu síðan hann snéri aftur.

Hann skoraði glæsilegt mark í leiknum í kvöld og lyfti svo bikar þegar flautað var til leiksloka. Þetta var 27. titill hans á ferlinum og er hann því formlega sigursælasti knattspyrnumaður Frakklands frá upphafi.
Athugasemdir
banner
banner