Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. nóvember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Meiðsli Alisson komu í veg fyrir félagaskipti Kelleher til Hollands
Caoimhín Kelleher
Caoimhín Kelleher
Mynd: Getty Images
Írski markvörðurinn Caoimhín Kelleher var á leið á lán í hollensku úrvalsdeildina frá Liverpool áður en enska félagið hætti við það á síðustu stundu vegna meiðsla Alisson Becker.

Kelleher var þriðji markvörður Liverpool fyrir þá Alisson og Adrian en hann á að aðeins einn leik að baki fyrir aðallið félagsins og kom sá leikur í enska deildabikarnum á síðustu leiktíð.

Hann fékk grænt ljós að fara á lán í hollensku úrvalsdeildina í sumar og var hann við það að ganga frá samningum er Liverpool ákvað að hætta við skiptin.

Alisson meiddist og þurfti því Kelleher að veita Adrian samkeppni um stöðuna. Hann missti því af gullnu tækifæri til að fá að spila í Hollandi.

„Hann átti að fara á lán til Hollands og það voru nokkur félög sem voru til í að taka hann en eftir að aðalmarkvörður Liverpool meiddist þá var hætt við skiptin," sagði Stephen Kenny, þjálfari írska landsliðsins.

„Hann vill fara á láni og var klár í að spila og ég er nokkuð viss um að við hefðum hagnast á því en það er ekki auðvelt að spila fyrir Liverpool. Þetta lið er heimsmeistari og því ekkert auðvelt að vera þar."

„Hann er nógu góður til að spila fyrir Írland en hann er ekki að spila neina leiki og það er vandamál. Það hefði nýst honum að fara á lán,"
sagði hann í lokin en Kelleher er í hópnum fyrir leiki Írlands í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner