Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Thiago Silva með höfuðverk eftir leiki
Mynd: Getty Images
Thiago Silva, miðvörður Chelsea, segist vera með höfuðverk eftir leiki á Englandi þar sem fjöldi skallaeinvíga sé í leikjum og há ákefð.

„Eftir síðustu tvo leiki mína hef ég verið með skelfilegan höfuðverk því að það eru fullt af skallaeinvígum og mjög mikill hraði í leikjum," sagði Thiago.

Þessi 36 ára gamli Brasilíumaður kom til Chelsea frá PSG í sumar en hann hefur áhyggjur af álaginu í enska boltanum í vetur.

„Við misst leikmenn út af Covid-19 smitum og það eru aðrir sem meiðast því að við erum að spila marga leiki. Við erum ekki vélar."

„Við höfum séð í nýlegum rannsóknum að það er líklegra að við meiðumst með því að spila á þriggja daga fresti fjórum eða fimm sinnum í röð. Þetta er mikð áhyggjuefni fyrir okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner