Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 11. febrúar 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Dan skýtur á pabba sinn: Hann elskar að tala
Dagur Dan
Dagur Dan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Dan
Þórhallur Dan
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Þórhallur Dan Jóhannsson er fyrrum fótboltamaður sem lék á sínum tíma með Fylki, KR, Vejle, Fram, Haukum, Álftanesi og á auk þess tvo leiki með íslenska landsliðinu.

Tóti, eins og hann er oftast kallaður, er sérfræðingur hjá Valtý Birni Valtýssyni í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun. Sonur hans, Dagur Dan, er leikmaður Breiðabliks og U21 landslisins.

Ummæli Tóta um son sinn, og þá þjálfara sem hann hefur haft að undanförnu, vöktu mikla athygli í desember. Hann lét þjálfara Fylkis og U21 árs landsliðsins heyra það.

„Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt," sagði Tóti meðal annars.

Kynntu þér ummæli Tóta:
Fer ófögrum orðum um þjálfara Fylkis og U21 árs landsliðsins

Dagur var til viðtals á BlikarTV í gær og var spurður út í pabba sinn. „Fólk sem veit hver Þórhallur Dan er veit að hann elskar að tala, finnst það mjög gaman og talar mjög mikið. Hann var í einhverju hlaðvarpi og sagði bara eitthvað, kom mér svo sem ekkert við - bara fyndið og skemmtilegt," sagði Dagur.

Leikmannahópur Breiðabliks er í Portúgal þar sem liðið tekur þátt í Atlantic Cup æfingamótinu. Lokaleikur liðsins er gegn FCK. Blikar eru með fimm stig eftir tvo leiki, með jafnmörg stig og Zenit og stigi meira en FCK.

„Ef það er bikar í boði þá viljum við auðvitað taka hann. Við eigum að fara í þennan leik til að reyna vinna hann. Ég vonast til að við fáum að spila á móti íslensku strákunum, sjá hvað þeir geta," sagði Dagur.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00. Fjórir Íslendingar eru á mála hjá FCK en þeir Hákon Arnar Haraldsson og Andri Fannar Baldursson spila ekki vegna meiðsla. Þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson gætu hins vegar spilað. Viðtalið við Dag má sjá hér að neðan sem og viðtal sem tekið var við hann hér á Fótbolti.net í kjölfar félagaskiptanna frá Fylki til Breiðabliks.


Dagur Dan: Leist bara langbest á Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner
banner