Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
banner
   þri 11. febrúar 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Freysteinn hefur vakið talsverða athygli - „Gæti ekki verið á betri stað"
Lengjudeildin
Freysteinn Ingi.
Freysteinn Ingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvfættur vinstri kantmaður.
Örvfættur vinstri kantmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingurinn Freysteinn Ingi Guðnason hefur vakið athygli á sér bæði hjá stærstu félögum landsins og hjá félögum erlendis. Hann æfði á sínum tíma með U15 liði OB í Danmörku og í vetur hefur hann farið á reynslu tl Köln og Norrköping en 2023 hafði hann farið til Álaborgar.

Áið 2022 varð Freysteinn yngsti leikmaður í sögu Njarðvíkur. Hann er fæddur árið 2007 og kom við sögu í 19 af 22 leikjum með Njarðvík í Lengjudeildinni í fyrra, og skoraði eitt mark. Hann á alls að baki tólf leiki fyrir unglingalandsliðin. Hann hefur verið í æfingahópum U19 landsliðsins í vetur.

Fótbolti.net ræddi við Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfara Njarðvíkur, og var hann spurður út í hinn efnilega Freystein.

„Það vita eiginlega allir af honum sem eru inn í þessum fótboltaheimi. Hann er ótrúlega flottur strákur, mjög efnilegur. Mér finnst hann eiga framtíðina fyrir sér, en auðvitað eru margir þættir leiksins sem hann þarf að bæta. Hann er búinn að gera mjög vel í vetur, við höfum unnið með honum í vissum hlutum og hann verður betri og betri með hverjum leiknum," segir Gunnar Heiðar.

„Það var gaman að sjá hann á móti KA, ríkjandi bikarmeisturum, þar sem hann mætti Hrannari (Birni Steingrímssyni) sem er eldri en tveggja vetra í þessu, og gerði mjög vel. Það var mikil hætta af honum og mér finnst hann á réttri leið á ferlinum sínum. Að mínu mati gæti hann ekki verið á betri stað en Njarðvík akkúrat núna til að halda áfram að þróa sig," bætti þjálfarinn við.

Freysteinn spilaði bæði sem framherji og vængmaður í yngri flokkunum en hefur aðallega spilað á vængnum að undanförnu. Það verður spennandi að fylgjast með framtíð Freysteins sem verður eflaust í stóru hlutverki hjá Njarðvík í sumar. Það er ljóst að mörg augu eru á honum, bæði frá félögum hér heima og erlendis.
Athugasemdir
banner
banner
banner