„Valsarar þurfa einhverja innspýtingu og það þarf að rífa þetta upp," sagði Valur Gunnarsson þegar rætt var um Val í útvarpsþættinum Fótbolti.net á dögunum.
Valur var í fimmta sæti í síðustu ótímabæru spá sem var opinberuð en það hefur verið deyfð yfir Hlíðarenda í vetur.
Valur var í fimmta sæti í síðustu ótímabæru spá sem var opinberuð en það hefur verið deyfð yfir Hlíðarenda í vetur.
„Ég var í sjokki yfir úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Það var enginn ákafi í liðinu og KR gat spilað sig í gegnum allar pressur. Maður segir þetta í hvert skipti nánast en það var bara eins og þeim væri drullusama," sagði Valur.
„Þetta er umræðan sem hefur verið um Val í ansi langan tíma," sagði Elvar Geir Magnússon.
„Ég hef aldrei heyrt eins margar sögur af æfingakúltúr eins fótboltaliðs og frá því síðasta mót var búið. Við höfum gjammað í þennan míkrafón í 15 ár og ég hélt að ég væri búinn að heyra allar sögurnar. Maður væri búinn að heyra allt 1000 þúsund sinnum. En ég hef aldrei heyrt talað um æfingakúltúr. Það þarf alvöru bóg í að snúa þessu við," sagði Tómas Þór Þórðarson í þættinum.
Ekki lengur númer eitt eða tvö
Umræðan er ekki sérlega jákvæð í kringum Valsliðið fyrir komandi keppnistímabil. Félagið hefur reynt að sækja nokkra leikmenn í vetur sem hafa frekar farið í önnur félög.
„Í Garðabæ er atvinnumaður kominn heim í Samúel Kára, Benedikt Warén er ótrúlega spennandi leikmaður sem var að slá í gegn, Andri Rúnar hélt heilu fótboltaliði uppi, Blikarnir eru með bæng, bæng, bæng kynningar þar sem þeir fá Óla Val og Valgeir Valgeirsson, og Víkingarnir sigldu um höfin blá og rændu tveimur gæjum að norðan," sagði Tómas Þór Þórðarson.
„Það eru ekki mörg ár síðan Valur hefði verið númer eitt eða tvö hjá þessum gæjum. Mér finnst það vera langur vegur frá því núna," sagði Valur Gunnarsson.
Hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir