Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 11. maí 2021 19:04
Ívan Guðjón Baldursson
Enginn táningur skorað meira en Greenwood
Mynd: EPA
Mason Greenwood skoraði jöfnunarmark Manchester United gegn Leicester City fyrr í kvöld. Markið nægði þó ekki því gestirnir úr Leicester höfðu betur að lokum, 1-2.

Greenwood er aðeins 19 ára gamall og var þetta sjöunda úrvalsdeildarmarkið hans á tímabilinu. Hann er því markahæsti táningurinn í fimm stærstu deildum Evrópu.

Ljóst er að Greenwood á framtíðina fyrir sér en hana á liðsfélagi hans Amad Diallo einnig. Diallo er ári yngri heldur en Greenwood og átti hann stoðsendinguna í jöfnunarmarkinu.

Það var í fyrsta sinn síðan 2006 sem tveir táningar gera mark í ensku úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner